Saturday, May 8, 2010

Styttist í það að maður útskrifist

Kvíðinn er í hámarki enda ekki nema, rúm vika í það að maður fái að vita hvort maður hefur staðist öll prófinn. Það eru semsagt þrjú próf sem ég á eftir að fá úr, tvö sem ég á eftir að fara í, eitt sem ég er búinn að taka. Það gengur ekki vel að læra það er eins og hugurinn sé einhverstaðar annarstaðar. Ég bara átta mig ekki á því hvar hann er vegna þess að ég vill læra. Íslensku kennarinn minn örugglega orðinn brjálæður út í mig ég er búinn að senda honum tvo tölvupósta og hringja í hann einu sinni, ég nefnilega get ekki beðið með að fá út úr íslensku prófinu. Næringarfræði 103 og enska 403 eftir, enska mánudaginn 10/5´10 og næringarfræðin sem ég tek sjúkrapróf í er 17/5´10. Svo er planað að hafa útskriftina fyrir þá sem útskrifast 21. mai 2010.

No comments:

Post a Comment