Thursday, December 9, 2010

Ákvörðunar taka

Ég sendi regtori HR og HÍ tölvupóst þar sem ég bað um viðtal til þess að ræða framtíðar áform og hvor skólinn yrði betri fyrir mig í skjóli þess. Regtor HR var fljótur að svar en stakk upp á því að ég myndi hitta aðra manneskju en sig. Regtor HÍ hefur enn ekki svarað. En það er allt í lagi það eru átta mánuðir í að skólinn byrja því ég ákvað að byrja ekki núna eftir jól. Tölvunnarfræði verður fyrsta fagið mitt sem ég tek í háskóla og er ég spenntur fyrir því fagi. Það er markt sem mig langar að læra á tölvur og þó aðalega forritun og heimasíðugerð. Stærðfræðinn er líka tilhlökkun hjá mér en ég er búinn að fá smjörþefinn af henni. Mér hlakkar til að setjast niður og byrja að læra en ég verð að vera hættur allri tóbaks notkun, ég fann það þegar ég var í Menntaskóla að hún hefur truflandi áhrif á mig.

Saturday, May 29, 2010

Menntaskóli búinn

Nú er skóla göngu minni við fjölbrautarskólinn við Ármúla lokið og ég er alsæll. Ég vissi það að tilfininginn og líðan mín myndi vera rosaleg góð eftir stúdents próf en að upplifa það er enn betra. Það er inndisegt að vera búinn með þennan áfanga og mikil ró sem fylgir því. Til hlökun er líka mikil að hefja nám við háskóla Íslands og vona ég að hún geti hafist sem fyrst, en áður vil ég klára 2 hluti. Ég vill komast í kjörþingd og vera laus við skuldir. Hvort sem ég byggi mér eða kaupi íbúð eða kaupi bíl það skiptir ekki höfðu máli bara svo lengi sem þetta tvennt er þá er ég sáttur og get stundað skólan að heil hug. Enn og aftur vill ég segja að það er inndislegt að vera búinn með þennan áfanga og tilhlökkun mikil að halda áfarm í háskóla.

Saturday, May 8, 2010

Styttist í það að maður útskrifist

Kvíðinn er í hámarki enda ekki nema, rúm vika í það að maður fái að vita hvort maður hefur staðist öll prófinn. Það eru semsagt þrjú próf sem ég á eftir að fá úr, tvö sem ég á eftir að fara í, eitt sem ég er búinn að taka. Það gengur ekki vel að læra það er eins og hugurinn sé einhverstaðar annarstaðar. Ég bara átta mig ekki á því hvar hann er vegna þess að ég vill læra. Íslensku kennarinn minn örugglega orðinn brjálæður út í mig ég er búinn að senda honum tvo tölvupósta og hringja í hann einu sinni, ég nefnilega get ekki beðið með að fá út úr íslensku prófinu. Næringarfræði 103 og enska 403 eftir, enska mánudaginn 10/5´10 og næringarfræðin sem ég tek sjúkrapróf í er 17/5´10. Svo er planað að hafa útskriftina fyrir þá sem útskrifast 21. mai 2010.

Tuesday, March 30, 2010

Páska frí ekki hálfnað og ég er kominn langt á leið með heimavinnuna sem ég ætlaði að gera það er góður hlutur. Kvíði fyrir að klúðra þessu er kominn í mig og mér finnst eina meðalið vera að vinna meira. Seinasta bjórkveld var skemmtilegt og get ég sagt að besti bjór sem ég hef smakkað var á því kveldi. Víking held ég að það hafi verið. Ég er búinn að skrifa námslýsingu fyrir Lok 113 og gera ferilskrá. Sem þíðir að þegar ég er búinn að skila því til Jónu G. þá verð ég með eina einingu í höfn. Ég er í þó töluvert mörgum les áföngum þannig að það er mikið les efni og því ekki síðra að vera byrjaður.

Wednesday, March 17, 2010

Próf vor 2010

Nú stittist í það að skólinn klárist en seinasti skóladagur er föstudagur 30. apríl og prófinn byrja mánudaginn strax eftir það. Mitt fyrsta próf er ísl 403 þriðjudaginn 4. maí svo koma næringarfræði 103 föstudaginn 7. maí, ens 403 mánudag 10. maí og eðl 203 þriðjudaginn 11. maí. Það verða einhver sjúkrapróf og ég tek þau líklega þannig að próftaflan mín sé ekki jafn þétt. Ég er bara í 4 prófum vegna þess að hinir 3 áfangarnir eru símats áfangar og ekkert virðist vera til fyrirstöðu að ég ljúki þeim. Er pínu kvíðinn fyrir prófinn finnst ég hafa verið svolítið ladur á önninni. En allt gengið vel í heildina.