Tuesday, March 30, 2010
Páska frí ekki hálfnað og ég er kominn langt á leið með heimavinnuna sem ég ætlaði að gera það er góður hlutur. Kvíði fyrir að klúðra þessu er kominn í mig og mér finnst eina meðalið vera að vinna meira. Seinasta bjórkveld var skemmtilegt og get ég sagt að besti bjór sem ég hef smakkað var á því kveldi. Víking held ég að það hafi verið. Ég er búinn að skrifa námslýsingu fyrir Lok 113 og gera ferilskrá. Sem þíðir að þegar ég er búinn að skila því til Jónu G. þá verð ég með eina einingu í höfn. Ég er í þó töluvert mörgum les áföngum þannig að það er mikið les efni og því ekki síðra að vera byrjaður.
Wednesday, March 17, 2010
Próf vor 2010
Nú stittist í það að skólinn klárist en seinasti skóladagur er föstudagur 30. apríl og prófinn byrja mánudaginn strax eftir það. Mitt fyrsta próf er ísl 403 þriðjudaginn 4. maí svo koma næringarfræði 103 föstudaginn 7. maí, ens 403 mánudag 10. maí og eðl 203 þriðjudaginn 11. maí. Það verða einhver sjúkrapróf og ég tek þau líklega þannig að próftaflan mín sé ekki jafn þétt. Ég er bara í 4 prófum vegna þess að hinir 3 áfangarnir eru símats áfangar og ekkert virðist vera til fyrirstöðu að ég ljúki þeim. Er pínu kvíðinn fyrir prófinn finnst ég hafa verið svolítið ladur á önninni. En allt gengið vel í heildina.
Subscribe to:
Posts (Atom)